top of page

Að slasast í frítíma


Mynd fengin á www.mindandbodychiro.com.au

Margir einstaklingar eru með heimilis- eða fjölskyldutryggingar hjá tryggingarfélögum sínum eða eru með greiðslukortatryggingar eða almennar slysatryggingar. Mjög margar af þessum tryggingum innihalda svokallaða frítímaslysatryggingu, en slíkri tryggingu er ætlað að tryggja heimilisfólki bætur fyrir líkamstjón sem það verður fyrir vegna slysa í frítíma.


Í sumum tilfellum eru einstaklingar tryggðir af vinnuveitanda sínum vegna slysa í frítíma og er alla jafnan kveðið á um skyldu vinnuveitanda til slíkra trygginga í kjarasamningum.

Þá getur einnig verið til staðar bótaréttur frá sjúkratryggingum Íslands hafi viðkomandi einstaklingur merkt við í þar tilgerðan reit á skattframtali sínu um að hann óski eftir slysatryggingu við heimilisstörf.


Frítímaslys geta enn fremur verið afleiðing af gáleysi eða ásetningi þriðja aðila eða aðstæðna sem þriðji aðili ber ábyrgð á. Í slíkum tilfellum er bótaréttur ríkari en þegar um er að ræða hefðbundið frítímaslys.


Mjög misjafnt er hversu ríkir bótarétturinn er vegna slysa í frítíma en um það er kveðið í skilmálum hvers og einnar tryggingar. Allra jafna eiga tjónþolar rétt til endurgreiðslu á sjúkrakostnaði upp að ákveðnu marki sem tilgreint er í tryggingarskilmálum. Þá eiga þeir rétt til greiðslu á dagpeningum vegna tímabundinnar óvinnufærni auk bóta fyrir varanlegar afleiðingar slyssins (varanlegri örorku).


Verið aðili fyrir slysi í frítíma er mikilvægt að hann leiti til læknis eins fljótt og mögulegt er til þess að tryggja sönnun á áverkum sem hann hefur hlotið við slysið. Þá verður að tilkynna viðkomandi tryggingarfélagi og/eða sjúkratryggingum Íslands um slysið svo fljótt sem verða má en sé það ekki gert innan ákveðinna tímamarka getur bótaréttur tapast.


Við aðstoðum þig við að leita réttar þíns gagnvart tryggingafélögunum. Hafðu samband í síma 899-1777 eða á netfangið jonina@velferdlegal.is ef þér vantar aðstoð við að kanna réttarstöðu þína.

bottom of page