Að slasast í umferðaróhappi

Þeir sem verða fyrir líkamstjóni vegna umferðaróhapps eiga í flestum tilfellum rétt á bótum frá tryggingafélagi þess ökutækis sem ábyrgt er fyrir óhappinu. Bótaréttur getur líka verið til staðar þrátt fyrir að tjónþoli hafi verið metinn í órétti.
Mikilvægt er að leita til læknis strax í kjölfa óhappsins eða um leið og meiðslanna verður vart þótt tjónið virðist vera lítilvægt. Þannig er hægt að tryggja rétta skráningu sem og fá rétta meðhöndlun lækna frá upphafi, en til eru dæmi um það að bótaréttur hafi glatast ef ekki er leitað til læknis fyrr en nokkrum mánuðum eða árum eftir óhapp.
Þá er einnig mikilvægt að hafa í huga að tilkynna tryggingafélaginu sem fyrst um að líkamstjón hafi orðið, sé það ekki þegar augljóst á slysstað en bótaréttur getur einnig glatast ef að tjón er ekki tilkynnt innan ákveðinna tímafresta.
Þegar bótaréttur er til staðar eiga tjónþolar rétt á endurgreiðslu alls útlagðs kostnaðar þar með talið kostnaðar vegna læknisheimsókna og lyfja. Þá greiða tryggingafélögin einnig ýmist annað tjón m.a. tímabundið atvinnutjón, þjáningarbætur, varanlegan miska og örorku og tjón á munum t.d. fatnaði og gleraugum. Tryggingafélögin greiða einnig að mestu kostnað sem hlýst vegna vinnu lögmanns við mál sem varða líkamstjón vegna umferðarslysa.
Við getum aðstoðað þig við að leita réttar þíns gagnvart tryggingafélögunum. Hafðu samband í síma 899-1777 eða á netfangið jonina@velferdlegal.is ef þér vantar aðstoð við að tryggja réttarstöðu þína.