top of page

Bótaréttur í kjölfar vinnuslysa


Einstaklingar sem verða fyrir líkamstjóni vegna vinnuslysa geta átt rétt á greiðslu bóta vegna tjónsins. Í kjarasamningum er launþegum tryggð ákveðin skyldutryggingu, þ.e. slysatrygging launþega, og réttur til greiðslu bóta úr þeirri tryggingu er að jafnaði til staðar í þeim tilfellum þegar tjónþoli slasast í vinnu eða á leið til og frá vinnu. Þá er tjónþola sem verður fyrir vinnuslysi einnig tryggður réttur til bóta frá Sjúkratryggingum Íslands.


Framangreindur bótaréttur er algjörlega óháður því hvort að slysið sé á ábyrgð vinnuveitanda eða starfsmanna hans. Sé það aftur á móti þannig að slysið verði rakið til atvika sem vinnuveitandi ber ábyrgð á, t.d. í þeim tilfellum þegar aðbúnaður á vinnustað er ófullnægjandi eða annar starfsmaður gert mistök sem leiddu til slyssins, þá er hægt að sækja skaðabætur úr ábyrgðartryggingu vinnuveitanda.


Mikilvægt er að vinnuslys séu tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands innan árs frá því að slysið bar að höndum. Sé það ekki gert getur bótaréttur fallið niður nema í algjörum undantekningartilfellum.


Hvort sem um er að ræða bótarétt úr slysatryggingu launþegar eða ábyrgðartryggingu vinnuveitanda getur tjónþoli átt rétt til greiðslu dagpeningar sem og bóta vegna útlagðs kostnaðar vegna slyssins t.d. læknis- og lyfjakostnaðar og sjúkraþjálfunar, tímabundins tekjutaps, þjáningarbóta, varanlegs miska og varanlegrar örorku. Þá greiða tryggingarfélögin jafnframt fyrir lögfræðikostnað að stærstum hluta.


Falli einstaklingur frá í kjölfar vinnuslyss geta aðstandendur hans átt rétt á endurgreiðslu útfararkostnaðar ásamt því að nánustu aðstandendur, sérstaklega maki og börn, geta átt rétt á bótum vegna missis framfæranda.


Um sjómenn sem verða fyrir vinnuslysum gilda þó aðrar reglur en vegna hættueiginleika starfs þeirra er þeim með lögum tryggður ríkari réttur til bóta. Þannig eiga þeir rétt til greiðslu bóta með sama hætti og í umferðarslysum, þ.e. ekki þarf að sýna fram á mistök eða vanrækslu samstarfsmanna eða vinnuveitanda.


Ef þér vantar aðstoð til þess að tryggja rétt þinn í kjölfar vinnuslyss þá hvetjum við þig til þess að hafa samband í síma 899-1777 eða á netfangið jonina@velferdlega.is

bottom of page