- jonina59
Erfðaréttur sambýlisfólks

Að vera í skráðri sambúð er algengt búsetufyrirkomulag margra para í nútíma samfélagi. Fólk byrjar að búa sama, kaupir sér eignir og jafnvel eignast börn án þess að ganga í hjúskap.
Það er algengur misskilningur að erfðaréttur sé til staðar þegar að fólk er í skráðri sambúð en staðreyndin er þó sú að erfðaréttur er einungis til staðar hafi fólk gengið í hjúskap eða gert erfðaskrá. Sambúðarmaki nýtur heldur ekki þeirra lífeyrisréttinda sem hann hefði annars notið eftir fráfall maka ef þau hefðu verið í hjúskap.
Það getur því skapast mjög erfið staða hjá eftirlifandi sambúðarmaka, sérstaklega þegar að börn eru til staðar. Þegar svo háttar til eru börnin erfingjar hins látna og erfa því allar hans eigur en aðrir lögerfingjar, t.d. foreldrar, ef börn eru ekki til staðar og ekki hefur verið gerð erfðaskrá. Eftirlifandi sambýlismaki getur því staðið frammi fyrir því að börn hans erfi eignir sem hann hefur unnið að því að eignast með hinum látna.
Hægt er að gera ráðstafanir til þess að lágmarka þá erfiðleika sem að sambúðarmaki stendur frammi fyrir falli hinn aðilinn frá. Þannig er hægt að gera erfðaskrá þar sem sambýlisfólk arfleiða hvort annað að allt að 1/3 hluta eigna sinna ef þau eiga börn en að fullu ef engin börn eru til staðar. Þá er góð regla þegar fólk er ekki gift að vera með gagnkvæma líftryggingu. Þannig er hægt að tryggja að eftirlifandi sambýlismaki geti t.d. mögulega greitt börnum hins látna út eignarhlut hans í fasteign sem þau eiga saman.
Mikilvægt er að þekkja réttarstöðu sína og tryggja hana eins vel og mögulegt er þegar að fólk er ekki í hjúskap. Ef þér vantar aðstoð við að fara yfir stöðu þína getur þú haft samband með því að senda tölvpóst á netfangið jonina@velferdlog.is eða hringja í síma 899-1777.